top of page


Ráðgjöf
Hjá Talþjálfun Suðurlands starfa talmeinafræðingar sem veita forráðamönnum og starfsfólki ráðgjöf í gegnum fjarfundabúnað á vegum Velferðatorgs Köru Connect.
Álfhildur Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur
,,Ég hef unnið við talþjálfun barna, ráðgjöf til foreldra og greiningar á málþroska- og framburðarfrávikum hjá skólaþjónustum, leik- og grunnskólum og einkastofu talmeinafræðinga á Suðurlandi. Einnig hef ég verið með fræðsluerindi fyrir foreldra og kennara um málþroska og framburð barna. Sérsvið mitt er málþroski og framburður barna."
bottom of page