Skilmálar Talþjálfun Suðurlands og vinnsla persónuupplýsinga
Ég veiti Talþjálfun Suðurlands leyfi til að afla, meðhöndla og vinna persónulegar upplýsingar um mig/skjólstæðing. Við hjá Talþjálfun Suðurlands leggjum mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við skóla og velferðaþjónustu til þess að hámarka möguleika skjólstæðinga okkar á að ná árangri. Því óskum við eftir leyfi til að afla upplýsinga frá þessum stofnunum og afhenda þeim upplýsingar um markmið og gang þjálfunar með velferð og farsæld skjólstæðinga okkar að leiðarljósi.
Persónuupplýsingar innifela eftirfarandi:
-
Nafn
-
Netfang
-
Upplýsingar um tengiliði
-
Kennitölu
-
Heilbrigðisupplýsingar
Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er.
Almennar upplýsingar
-
Börn sem eru með alvarleg frávik í máli eða tali fá að fullu niðurgreidda talþjálfun af Sjúkratryggingum Íslands.
-
Börn sem eru með miðlungs frávik í máli eða framburði fá að fullu niðurgreidda talþjálfun af viðkomandi sveitarfélagi.
-
Með þessu fyrirkomulagi vonumst við til þess að eiga í auknum og betri samskiptum við foreldra og skóla, að foreldrar og skólar taki virkan þátt í þjálfuninni, að þjálfun haldi áfram eftir að lotu lýkur undir leiðsögn foreldra/kennara, að stuðla að hámarks árangri þjálfunar (rannsóknir hafa sýnt að styttri og ákafari þjálfunarlotur skili meiri árangri í þjálfun heldur en lengri lotur) og að veita meiri og betri þjónustu og þar með taka á því ástandi sem hefur skapast með löngum biðlistum.
-
Þjálfuninni þarf að fylgja eftir heima, annars gagnast hún ekki jafn vel.
-
Það er háð hverju tilfelli fyrir sig hvort talmeinafræðingur mæli með að foreldrar/forráðamenn séu viðstaddir þjálfunartímana eða ekki.
-
Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að hafa ekki tölvur eða farsíma uppi á meðan á þjálfun stendur.
-
Mæti barn ekki í tvo tíma í röð án þess að forföll séu boðuð, er það sjálfkrafa hætt í þjálfun og næsta barn á biðlista kemst að. Það sama gildir ef barn mætir slitrótt og illa.
-
Ef barn er veikt og fer ekki í leik- eða grunnskóla þá eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að mæta ekki með barnið í talþjálfun.
-
Ef barn fer í pásu frá talþjálfun er það sett í hendur foreldra að hafa samband aftur eftir ákveðinn tíma til að óska eftir nýrri talþjálfunarlotu. Sú beiðni þarf að koma innan 1 1⁄2 árs frá lokum síðustu talþjálfunarlotu. Ef lengri tími líður þarf barnið að sækja um aftur og fara neðst á biðlistann.
Forfallagjald
Ég er meðvituð/meðvitaður að ef forföll verða fæst ekki greiðsluþátttaka frá Sjúkratryggingum Íslands, og ef ekki er tilkynnt um forföll með minnst 24 klukkustunda fyrirvara verður innheimt forfallagjald sem nemur fullri greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.
Tilkynnið forföll í tölvupósti á netfang eða í síma viðkomandi talmeinafræðings.
Við hlökkum til að hjálpa barninu þínu með þann talvanda sem það hefur. Við bendum foreldrum á að það getur verið talsvert mál að koma í slíka þjálfun og við reynum því að gera þetta að eins jákvæðri og notalegri stund og unnt er og biðjum foreldra að hjálpa okkur við það. Börn læra í gegnum leik og þess vegna reynum við að hafa leik í forgrunni í allri þjálfun. Ef barn er óánægt og vansælt eru miklar líkur á að það læri lítið sem ekkert. Hætta má þjálfun hvenær sem er óski foreldar/forráðamenn eftir því.