top of page

Fræðsla

Við hjá Talþjálfun Suðurlands höfum mikla reynslu af því að taka saman gagnlegar upplýsingar um allt sem við kemur tali, máli og rödd og setja fram fyrir almenning og stofnanir.

Erindi

Við bjóðum upp á að vera með erindi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við leggjum mikið upp úr því að erindin séu hnitmiðuð og auðskiljanleg. Hægt er að óska eftir fræðslu í formi fyrirlestra í raunheimum eða í gegnum fjarskiptabúnað.

,,Ég mæli heilshugar með Orðalæsi sem ég hef notað með breiðum hópi nemenda á miðstigi og unglingastigi. Verkefnin byggja á fjölbreyttum textum sem eru mismunandi að lengd og þyngd sem gerir mögulegt að aðlaga og velja úr verkefni við hæfi fyrir hvern einstakling. Mikill skortur hefur verið á spennandi viðeigandi verkefnum sem bæta skilning unglinga á tungumálinu, dýpka þekkingu á samfélaginu og alheiminum um leið og unnið er með grunnþætti íslenskunnar. Orðalæsi gefur möguleika á skipulagðri þjálfun og æfingum sem er forsenda árangurs með ungu fólki sem þarf og vill bæta málskilning sinn og máltjáningu.”
 
- Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur

Alexa Young, CA

© 2018 Talþjálfun Suðurland  -  Austurvegi 42, 800 Selfoss   

  • Facebook Social Icon
bottom of page